fim 18. júlí 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Gummi lagði upp - Íslendingaliðin áfram
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan var eina íslenska liðið sem komst áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Breiðablik og KR féllu úr leik, en Valur féll úr forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og mætir Ludogorets í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Það voru nokkur Íslendingalið í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í 2-0 tapi Bröndby gegn Inter Turku frá Finnlandi á útivelli. Þrátt fyrir tapið komst Bröndby áfram eftir 4-1 sigur á heimavelli.

Guðmundur Þórarinsson lagði þá upp sigurmark Norrköping gegn St. Patricks frá Írlandi. Leikurinn endaði 2-1 og lagði Gummi Tóta upp sigurmarkið fyrir Kalle Holmberg.

Norrköping fór áfram samanlagt 4-1 eftir 2-0 sigur í útileiknum á Írlandi.

Malmö vann 4-0 sigur (samanlagt 11-0) á Ballymena United, en Arnór Ingvi Traustason lék ekki með vegna meiðsla og þá vann Levski Sofia frá Búlgaríu 2-0 sigur gegn Ruzomberok og samanlagt 4-0. Hólmar Örn Eyjólfsson er frá vegna meiðsla.

2. umferð forkeppninnar (íslensk lið og Íslendingalið):
HB - Linfield (Heimir Guðjóns þjálfar HB og Brynjar Hlöðversson leikur með liðinu)

Astana - FC Santa Coloma (Rúnar Sigurjónsson leikur með Astana)

Norrköping - Liepaja (Guðmundur Þórarinsson leikur með Norrköping. Einnig eru Alfons Sampsted, Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson á mála hjá Norrköping)

Bröndby - Lechia Gdansk (Hjörtur Hermannsson leikur með Bröndby)

Malmö - Domzale (Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá Malmö)

Levski Sofia - AEK Larnaca (Hólmar Örn Eyjólfsson er á mála hjá Levski)

AZ - Hacken (Albert Guðmundsson leikur með AZ)

Espanyol - Stjarnan

Valur - Ludogorets
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner