Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. júlí 2019 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Ef Sane vill fara þá má hann fara
Mynd: Getty Images
Leroy Sane hefur í vor og sumar verið orðaður við félagaskipti frá Manchester City yfir til Þýskalandsmeistara Bayern Munchen.

Pep Guardiola, stjóri City, var í viðtali eftir sigur City á West Ham í Kína í dag. Þar tjáði Guardiola sig um möguleg vistaskipti Sane og stefnu félagsins er varðar óánægða leikmenn.

„Bayern bauð í hann í fyrra. Við viljum halda honum og við vitum að hann er góður leikmaður," sagði Guardiola.

„Ég talaði við félagið og sagði að ég vildi halda honum. Ég sagði samt að ég vildi hafa alla leikmenn ánægða, ef þeir eru það ekki þá mega þeir fara."

Sane skoraði tíu mörk og lagði upp önnur 11 í 31 deildarleik á síðustu leiktíð. Þá skoraði hann fjögur og lagði upp fjögur í Meistaradeildinni.

Enski fjölmiðlar segja frá því að félagaskiptin séu mjög ólíkleg úr þessu en þýskir fjölmiðlar eru á því að Sane geti enn endað hjá Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner