Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 18. júlí 2019 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er Bruno Fernandes? - Sagður á leið til United
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Bruno átti stórkostlegt tímabil með Sporting.
Bruno átti stórkostlegt tímabil með Sporting.
Mynd: Getty Images
Bruno hefur verið mikið orðaður við Manchester United.
Bruno hefur verið mikið orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Bruno Fernandes er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu eftir magnað síðasta tímabil hans með Sporting Lissabon.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er sagður á óskalista Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, fyrir komandi tímabil.

Leið Bruno á toppinn
Bruno leikur sem miðjumaður og tókst honum að skora 32 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Fyrir síðustu leiktíð var nafn hans ekki mjög þekkt í hinum stóra heimi. Hann ólst upp hjá Boavista, en fór 2012 til Novara á Ítalíu. Frá Novara fór hann til Udinese þar sem hann lék 86 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni.

Það sem er athyglisvert er að hann skoraði ekki nema 10 mörk í þessum 86 leikjum fyrir Udinese. Hann sneri aftur til Sporting 2017 og þar hafa hlutirnir gengið eins og í sögu hjá honum.

Hann kom Jose Mourinho fyrrum stjóra, Manchester United, mikið á óvart með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð.

„Tímabilið hjá Bruno Fernandes kom mér á óvart," sagði Mourinho við Eleven Sports.

„Hann er mjög góður leikmaður, en hann skoraði gríðarlega mikið af miðjumanni að vera. Þú þarft að hafa ákveðin gæði til að skora mörk og hann hefur það allt. Hann er með góðan skotfót, hann getur skallað boltann vel og er svalur einn á einn gegn markverðinum."

„Það er allt þarna."


Hver er hans stíll?
Hann er ekki sá hávaxnasti, aðeins tæpir 180 sentímetrar, en hann getur haldið boltanum vel á síðasta þriðjungnum, sem gefur honum tíma til þess að koma með góða sendingu.

Varnarmenn þurfa að passa vel upp á hann þar sem hann er bæði skapandi miðjumaður og mikil markaógn.

Á síðasta tímabili var hann með 3,1 lykilsendingu að meðaltali í leik 3,5 skot. Hann var aðalvopnið í vopnabúri Sporting og leitar alltaf að stórhættulegri sendingu sem getur breytt leikjum, frekar en einföldum sendingum.

Hann er óhræddur við að leika á andstæðinginn og reyna á markvörðinn við tækifæri. Hjá Sporting hefur hann verið í frjálsu hlutverki þar sem hann hefur sótt boltann djúpt til að hefja sóknir ásamt því að vera líka nálægt Bas Dost í sókninni.

Hann er með frábæran hægri fót og einnig sterkan vinstri fót sem hann getur skorað með.

Bruno minnir á Frank Lampard í hlaupum sínum inn í teiginn og er hann góður í föstum leikatriðum. Hann tók vítaspyrnur, aukaspyrnur og hornspyrnur fyrir Sporting.

Hvað gæti hann boðið United?
Paul Pogba var aðalmarkaógn Manchester United af miðjunni á síðasta tímabili, en enginn leikmaður liðsins skoraði fleira en eitt mark fyrir utan teig.

Bruno býður upp á hættu fyrir utan teiginn og getur gefið liðsfélögum aukið pláss í svæðum þar í kring.

Marcus Rashford og Bruno ættu að geta náð vel saman þar sem Portúgalinn er mikið fyrir það að spila "einn-tvo".

Á síðasta tímabili vantaði oft sköpunarhátt á miðjunni hjá Man Utd til að brjóta lið sem liggja mjög aftarlega á bak aftur. Ef United bætir Bruno við þá gæti hann hjálpað við að brjóta þrjóska lása.

Einhverjir veikleikar?
Eins og boxari að reyna að ná rothögginu, þá leitar Bruno alltaf að þessari einu sendingu sem getur leitt að marki. Það getur verið gott, en líka slæmt og stundum leitt af sér of mikla áhættu.

Það var þess virði hjá Sporting en gegn sterkari liðum í ensku úrvalsdeildinni, þá gæti það reynst dýrkeypt.

Daily Mail tók þessa umfjöllun saman. Smelltu hér til að lesa hana.
Athugasemdir
banner
banner