Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. júlí 2019 11:30
Brynjar Ingi Erluson
L'Equipe: Arsenal, Inter og Liverpool öll búin að bjóða í Pepe
Nicolas Pepe er ekki enn búinn að ákveða sig
Nicolas Pepe er ekki enn búinn að ákveða sig
Mynd: Getty Images
Franska tímaritið L'Equipe heldur því fram að Arsenal, Inter og Liverpool séu öll búin að leggja fram tilboð í Nicolas Pepe hjá franska liðinu Lille.

Pepe var magnaður með Lille á síðasta tímabili og hjálpaði hann liðinu að komast í Meistaradeild Evrópu.

Hann skoraði 23 mörk og lagði upp 12 í 41 leik en mörg stórlið hafa verið á höttunum eftir honum.

Samkvæmt L'Equipe í dag þá hafa Arsenal, Inter og Liverpool öll lagt fram tilboð í Pepe á meðan Atlético Madríd og Napoli eru sögð afar áhugasöm.

Lille vill fá 80 milljónir evra fyrir leikmanninn enn hann á enn eftir að gera upp hug sinn.

Hann mun skoða tilboðin næstu daga áður en hann tekur lokaákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner