Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. júlí 2019 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaha segir Crystal Palace að hann vilji fara
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha hefur tjáð Crystal Palace það að hann vilji yfirgefa félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Hinn 26 ára gamli Zaha er nýbúinn að ljúka þáttöku í Afríkukeppninni með Fílabeinsströndinni, en á meðan mótinu stóð var mikið rætt og skrifað um áhuga Arsenal á kantmanninum.

Zaha hefur sjálfur mikinn áhuga á því að fara til Arsenal og hefur hann greint félagi sínu, Crystal Palace, að hann vilji fara.

Palace hafnaði 40 milljón punda tilboði frá Arsenal fyrr í þessum mánuði, en búist er við öðru tilboði frá Arsenal á næstu dögum.

Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur haft mikinn áhuga á því að fá Zaha síðan hann skoraði í 3-2 sigri Crystal Palace gegn Arsenal á Emirates-vellinum í apríl. Hann er efstur á óskalista Arsenal í sumar.

Zaha langar að sanna sig hjá stórliði eftir vonbrigðadvöl hjá Manchester United frá 2013 til 2015.

Sjá einnig:
Hodgson: Arsenal ekki nálægt verðmiðanum hjá Zaha



Athugasemdir
banner
banner
banner