banner
   lau 18. ágúst 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andreas Pereira í brasilíska landsliðinu - Ekki verið gert í 100 ár
Pereira hefur hrifið stuðningsmenn Manchester United.
Pereira hefur hrifið stuðningsmenn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira, miðjumaður Manchester United, hefur verið valinn í brasilíska landsliðshópinn í fyrsta sinn.

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, er búinn að velja 24 manna hóp sem spilar æfingaleiki gegn Bandaríkjunum og El Salvador í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Átta úr hópnum sem fór á HM eru ekki valdir, þar á meðal fjórir leikmenn Manchester City; Gabriel Jesus, Fernandinho, Danilo og Ederson.

Pereira hefur heillað stuðningsmenn Manchester United á undirbúningstímabili og þá spilaði hann gegn Leicester í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar og stóð sig vel.

Sex nýliðar eru kallaðir inn í hópinn og einn þeirra er Pereira.

Marcelo, vinstri bakvörður Real Madrid, er ekki í hópnum og þá komast Paulinho og Miranda heldur ekki í hópinn.

Brasilía féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi, gegn Belgíu.

Markverðir: Alisson (Liverpool), Neto (Valencia), Hugo (Flamengo)

Varnarmenn: Alex Sandro (Juventus), Dede (Cruzeiro), Fabinho (Liverpool), Fagner (Corinthians), Felipe (Porto), Filipe Luis (Atletico Madrid), Marquinhos, Thiago Silva (Paris Saint-Germain)

Miðjumenn: Andreas Pereira (Manchester United), Fred (Manchester United), Arthur (Barcelona), Philippe Coutinho (Barcelona), Casemiro (Real Madrid), Lucas Paqueta (Flamengo), Renato Augusto (Beijing Guoan)

Sóknarmenn: Douglas Costa (Juventus), Everton (Gremio), Roberto Firmino (Liverpool), Neymar (Paris Saint-Germain), Pedro (Fluminense), Willian (Chelsea)

Sá fyrsti í 100 ár
Pereira er fæddur í Belgíu en faðir hans var brasilískur fótboltamaður og því gat hann valið á milli. Hann valdi Brasilíu.

Pereira gæti orðið aðeins fjórði leikmaðurinn til þess að vera fæddur í öðru landi en Brasilíu og spila fyrir brasilíska landsliðið í fótbolta.

Það er hins vegar ekki stutt síðan það gerðist síðast, að leikmaður sem fæddist utan Brasilíu spilaði fyrir fótboltalandsliðið þar í landi. það gerðist síðast í janúar 1918, fyrir 100 árum síðan.

Pereira gæti skráð sig í sögubækurnar ef hann spilar í þessu landsliðsverkefni með Brasilíu.

Sjá einnig:
Pereira segist hafa breyst bæði sem leikmaður og manneskja
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner