Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 18. ágúst 2018 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi og félagar með sigur gegn Southampton
Fulham, Wolves og West Ham - lið sem styrktu sig mjög vel í sumar töpuðu öll
Gylfi og Richarlison fagna marki.
Gylfi og Richarlison fagna marki.
Mynd: Getty Images
Kane skoraði loksins í ágúst.
Kane skoraði loksins í ágúst.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe og hans menn fara vel af stað.
Eddie Howe og hans menn fara vel af stað.
Mynd: Getty Images
Tottenham skellti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Bournemouth eftir leikina sem voru að klárast í deildinni rétt í þessu. Leikirnir hófust klukkan 14:00.

Kane aflétti bölvuninni
Meðal stærstu tíðinda dagsins er að Harry Kane skoraði loksins í ágústmánuði. Hann kom Tottenham 3-1 yfir gegn nýliðum Fulham, sem fara ekki vel af stað.

Lucas Moura kom Tottenham yfir, en Aleksandar Mitrovic jafnaði fyrir Fulham. Ensku landsliðsmennirnir Kieran Trippier og Harry Kane tryggðu Tottenham sigurinn.

Fulham, sem styrkti sig verulega í sumar, er án stiga eftir tap gegn Crystal Palace í 1. umferð.

Tottenham og Bournemouth á toppnum
Tottenham og Bournemouth eru á toppi deildarinnar, bæði með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Bournemouth fór á Ólympíuleikvanginn í Lúndunum og sigraði West Ham 2-1. Manuel Pellegrini fer ekki vel af stað með West Ham, þrátt fyrir mikla styrkingu í sumar. West Ham er án stiga, eins og Fulham.

Gylfi spilaði í sigri og Vardy fékk rautt
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leiktímann þegar Everton sigraði Southampton 2-1. Theo Walcott og Richarlison komu Everton í 2-0 en Danny Ings minnkaði muninn. Lengra komst Southampton ekki.

Góður sigur fyrir Everton sem er með fjögur stig, en dýrlingarnir eru með eitt stig.

Leicester sigraði Úlfanna 2-0 en Leicester spilaði einum færri frá 66. mínútu eftir að Jamie Vardy fékk rautt spjald. Vardy fór alltof hátt með fótinn í tæklingu.

Smelltu hér til að sjá rauða spjaldið.

Lið sem styrktu sig mjög vel í sumar að tapa
Það vekur athygli að West Ham, Wolves og Fulham töpuðu öll í þessari umferð og eru öll án sigurs eftir tvo leiki. Þetta eru lið sem styrktu sig öll mjög vel í sumar og eyddu miklu á félagaskiptamarkaðnum.

West Ham og Fulham eru án stiga en Wolves er með eitt stig.

Everton 2 - 1 Southampton
1-0 Theo Walcott ('15 )
2-0 Richarlison ('31 )
2-1 Danny Ings ('54 )

Leicester City 2 - 0 Wolves
1-0 Matthew Doherty ('29 , sjálfsmark)
2-0 James Maddison ('45 )
Rautt spjald: Jamie Vardy, Leicester City ('66)

Tottenham 3 - 1 Fulham
1-0 Lucas Moura ('43 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('52 )
2-1 Kieran Trippier ('74 )
3-1 Harry Kane ('77 )

West Ham 1 - 2 Bournemouth
1-0 Marko Arnautovic ('33 , víti)
1-1 Callum Wilson ('60 )
1-2 Steve Cook ('66 )

Klukkan 16:30 hefst stórleikur Chelsea og Arsenal. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner