Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. ágúst 2018 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Kenedy skúrkurinn í gæðalitlum leik
Kenedy átti mjög dapran leik.
Kenedy átti mjög dapran leik.
Mynd: Getty Images
Josh og Jacob Murphy.
Josh og Jacob Murphy.
Mynd: Getty Images
Cardiff City 0 - 0 Newcastle
Rautt spjald: Isaac Hayden, Newcastle ('66)

Áhorfendur fengu ekki sérstaklega mikið fyrir peninginn þegar Cardiff og Newcastle mættust í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar, ekki fyrr en alveg í lokin.

Leikurinn einkenndist af baráttu og hörku. Brasilíumaðurinn Kenedy var mjög heppinn að sleppa við rautt spjald í fyrri hálfleiknum.

Það var ekki mikið um færi, það vantaði gæði. Kenneth Zohore fékk ágætis færi til að skora í byrjun seinni hálfleiksins en skalli hans rataði fram hjá markinu.

Á 66. mínútu dró til tíðinda þegar Isaac Hayden, varamaður hjá Newcastle, fékk að líta beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu.

Cardiff sýndi ekki mikið einum manni fleiri og á síðustu mínútu uppbótartímans dró aftur til tíðinda þegar Newcastle fékk vítaspyrnu. Yoshinori Muto reyndi fyrirgjöf sem fór í hendi varnarmanns Cardiff. Craig Pawson benti á punktinn.

Kenedy, sem hefði átt að fá rautt spjald fyrr í leiknum, steig á punktinn en vítaspyrna hans var ömurleg og varði Neil Etheridge frá honum. Kenedy átti mjög slakan leik og erfitt er að átta sig á því hvers vegna hann fór á punktinn.

Tvíburar mættust
Tvíburabræðurnir Josh og Jacob Murphy mættust í þessum leik og urðu þeir aðrir tvíburarnir til þess að spila gegn hvor öðrum í ensku úrvalsdeildinni. Hinir tvíburarnir sem gerðu það voru Will og Michael Keane.

Josh spilaði 78. mínútur fyrir Cardiff en Jacob kom inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Newcastle.

Hvað þýða þessi úrslit?
Bæði lið eru með eitt stig eftir tap í 1. umferðinni.

Klukkan 14:00 hefjast fjórir leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin

11:30 Cardiff City 0 - 0 Newcastle United (Stöð 2 Sport)
14:00 Everton - Southampton (Stöð 2 Sport)
14:00 Leicester City - Wolves
14:00 Tottenham Hotspur - Fulham
14:00 West Ham - Bournemouth
16:30 Chelsea - Arsenal (Stöð 2 Sport)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner