Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. ágúst 2018 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo mætir skælbrosandi til leiks - Í byrjunarliðinu
Ronaldo og Dybala byrja.
Ronaldo og Dybala byrja.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo þreytir frumraun sína í ítalska boltanum í dag. Hann er í byrjunarliði Juventus sem sækir Chievo heim í fyrsta leik ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Ronaldo (33) gekk í raðir Juventus í sumar, frá Real Madrid fyrir rúmar 100 milljónir punda.

Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina og freistar þess að vinna hana áttunda árið í röð með Ronaldo í liðinu.

Ronaldo byrjar sem fremsti maður og má gera ráð fyrir því að Paulo Dybala verði fyrir aftan hann.

Byrjunarlið Juventus: Szczesny; Cancelo, Bonucci, Chiellini, Alex Sandro; Khedira, Pjanic; Cuadrado, Dybala, Douglas Costa; Ronaldo.

Ronaldo var skælbrosandi þegar hann mætti á leikvanginn í Verona, eins eins og sjá má hér að neðan.

Sjá einnig:
Ítalski boltinn byrjar að rúlla - Við hverju má búast?



Athugasemdir
banner