lau 18. ágúst 2018 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Hörður Björgvin spilaði í fyrsta sigrinum
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon spilaði allar 90 mínúturnar þegar CSKA Moskva sigraði Arsenal Tula í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

CSKA hafði mistekist að vinna í fyrstu þremur leikjum sínum, gert tvö jafntefli og tapað einum. Í dag kom fyrsti sigurinn.

Abel Hernandez, sem spilaði áður með Hull City, kom CSKA yfir á tíundu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.

Á 67. mínútu fékk varnarmaður Arsenal Tula rautt spjald og nýtti CSKA sér það, bætti við tveimur mörkum og lokatölurnar í Moskvu því 2-0 fyrir CSKA.

Hörður Björgvin gekk í raðir CSKA fyrir tímabilið og hann hefur spilað hverja einustu mínútu í rússnesku úrvalsdeildinni hingað til.

CSKA er komið upp í sjötta sæti deildarinnar og er með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner