lau 18. ágúst 2018 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjúkur orðrómur um ákvörðun Madley fór á flug
Bobby Madley
Bobby Madley
Mynd: Getty Images
Bobby Madley, dómari í ensku úrvalsdeildinni, tilkynnti í gær ákvörðun sína um að hætta að dæma í deildinni, en sjúkur orðrómur fór á flug á Twitter.

Madley dæmdi í ensku úrvalsdeildinni í fimm ár en ákvað að kalla þetta gott eftir að hann ákvað að flytja vegna persónulegra ástæðna.

Samskiptavefurinn Twitter getur oft verið hættulegur staður en þar verða oft fáránlegir orðrómar til.

Sjúkasti orðrómurinn um ákvörðun Madley átti notandinn, Alissonhashands, en hann greindi frá því að Madley hafi ákveðið að hætta eftir að myndband af honum hafi birst á samskiptamiðlum þar sem Madley átti að hafa misnotað hund kynferðislega.

Orðrómurinn fór á flug og komst hún í heitustu leitarfærslurnar á Bretlandseyjum en notandinn viðurkenndi að hafa búið þetta til og sagði að Madley virtist bara líta út fyrir að vera þannig náungi sem myndi misnota hund kynferðislega.

Þó svo að þetta hafi verið þetta klassíska enska grín þá áttaði viðkomandi sig kannski ekki á því að þetta gæti sært Madley og fjölskyldu hans.

Hægt er að sjá fyrstu færsluna hér fyrir neðan en margir birtu svipaðar færslur stuttu seinna. Fjölmargir reyndu þá að leita að þessu myndbandi, sem fannst þó aldrei, enda er það ekki til.




Athugasemdir
banner
banner
banner