Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. ágúst 2018 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock segir vítaspyrnuklúðrið hafa verið „ljóðrænt réttlæti"
Neil Warnock, stjóri Cardiff.
Neil Warnock, stjóri Cardiff.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff, talaði um „ljóðrænt réttlæti" eftir jafntefli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Newcastle var manni færri frá 66. mínútu en liðið fékk vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Kenedy, sem átti arfaslakan leik, klúðraði vítaspyrnunni.

„Stundum færðu ekki það sem þú átt skilið. Kenedy hefði aldrei átt að vera inn á vellinum til að taka vítaspyrnuna. Þetta var beint rautt," sagði Warnock og átti þar við atvik í fyrri hálfleiknum þegar Kenedy sparkaði Victor Camarasa, miðjumann Cardiff, niður þegar boltinn var ekki nálægt.

„Varðandi vítapsyrnuna, þá var höndin fyrir utan teig og líkamninn fyrir innan teig. Varðandi vítaspyrnuklúðrið þá fannst mér það ljóðrænt réttlæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner