Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. ágúst 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dybala skoraði glæsilegt mark í gær
Mynd: Getty Images
Juventus, AC Milan og Roma spiluðu æfingaleiki í gær og var Paulo Dybala í liði Juventus.

Dybala hefur verið orðaður við brottför frá Ítalíumeisturunum sem eru sagðir vilja losa sig við hann. Argentínumaðurinn hafnaði þó að skipta um félag og vill sanna sig hjá Juve.

Hann skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri gegn Triestina og er hægt að sjá markið og fagnið hér fyrir neðan. Hann losaði sig við varnarmann með magnaðri fyrstu snertingu og lyfti boltanum snyrtilega yfir markvörðinn.

Dybala, sem var næstum farinn til Manchester United í sumar, klúðraði þó vítaspyrnu í leiknum.

AC Milan gerði þá markalaust jafntefli við Cesena á meðan Roma skoraði þrjú gegn Arezzo.

Diego Perotti skoraði úr vítaspyrnu en heimamenn jöfnuðu í síðari hálfleik. Edin Dzeko kom Roma aftur yfir og gerði Justin Kluivert út um viðureignina á 88. mínútu.

Triestina 0 - 1 Juventus
0-1 Paulo Dybala ('38)

Arezzo 1 - 3 Roma
0-1 Diego Perotti ('49, víti)
1-1 N. Belloni ('52)
1-2 Edin Dzeko ('65)
1-3 Justin Kluivert ('88)

Cesena 0 - 0 AC Milan




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner