Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 18. ágúst 2019 14:56
Brynjar Ingi Erluson
England: Sheffield United lagði Crystal Palace
John Lundstram fagnar vel og innilega markinu í dag
John Lundstram fagnar vel og innilega markinu í dag
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 1 - 0 Crystal Palace
1-0 John Lundstram ('47 )

Sheffield United náði í fyrsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Bramall Lane í dag.

Gestirnir áttu fyrstu hættulegu sóknina á 22. mínútu en Andros Townsend átti þá fyrirgjöf sem rataði á Christian Benteke en hann skallaði boltann rétt yfir markið.

Stuttu síðar vildu heimamenn í Sheffield fá vítaspyrnu er Enda Stevens átti skot og virtist Joel Ward handleika knöttinn en umsjónarmennirnir í VAR-herberginu virtust þó ekki sammála og því ekkert dæmt.

Sheffield var nálægt því að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks en John Lundstram átti þá fyrirgjöf sem rataði á David McGoldrick og eina sem hann þurfti að gera var að pota knettinum yfir línuna en Vicente Guaita var fljótur að átta sig og sá við honum.

Mark Sheffield kom þó á endanum því Lundstram skoraði eina mark leiksins á 47. mínútu. Luke Freeman gerði þá vel og kom sér í góða stöðu áður en hann kom boltanum í átt að marki. Guaita varði boltann fyrir fæturnar á Lundstram sem gat ekki annað en komið boltanum í netið.

Lokatölur 1-0 og fyrsti sigur Sheffield United í höfn. Baráttusigur en það hafðist og liðið nú með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner