Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. ágúst 2019 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard var ánægðari eftir 4-0 tapið gegn United
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segist hafa verið ánægðari með frammistöðu sinna manna eftir 4-0 tapið gegn Manchester United um síðustu helgi en með frammistöðuna í 1-1 jafnteflinu gegn Leicester í dag.

Chelsea hefur ekki unnið í fyrstu þremur keppnisleikjum Lampard við stjórnvölinn. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool í leiknum um Ofurbikar Evrópu í miðri síðustu viku. Chelsea tapaði þar í vítaspyrnukeppni.

Chelsea spilaði ágætlega í fyrri hálfleiknum í dag, en seinni hálfleikurinn var arfaslakur.

„Þessi bransi snýst um úrslit," sagði Lampard eftir leikinn.

„Þetta er skrýtið vegna þess að frammistaðan gegn Manchester United gerði mig ánægðari en í dag, þótt niðurstaðan þá hafi verið 4-0 tap þá."

Við BBC sagði Lampard: „Það er lítið búið af tímabilinu. Við verðum að vera þolinmóðir þar sem við erum að vinna í átt að einhverju. Við hefðum getað komist í 2 eða 3-0 í dag, en við nýttum ekki færin. Það er saga tímabilsins hingað til. Við verðum að nýta færin okkar betur."

Sneri aftur heim
Lampard var að snúa aftur á Stamford Bridge þar sem hann spilaði lengi vel sem leikmaður. Hann er einn besti leikmaður í sögu Chelsea. Hann var ánægður með móttökurnar sem hann fékk.

„Þetta er heimili mitt og ég er mjög ánægður með stuðninginn. Þetta er félagið mitt, ég spilaði hér svo lengi. Ég er vonsvikinn að vinna ekki, en mjög þakklátur fyrir stuðingsmennina."

Sjá einnig:
Lampard vann ekki fyrsta heimaleikinn - Avram Grant sá síðasti
Athugasemdir
banner
banner
banner