Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. ágúst 2019 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsta stig ÍBV síðan 2. júní
KA klúðraði víti á síðustu stundu
ÍBV náði í stig gegn KA.
ÍBV náði í stig gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur klúðraði víti á 94. mínútu.
Hallgrímur klúðraði víti á 94. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 1 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('18 )
1-1 Gary John Martin ('49 , víti)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('94 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV náði í sitt fyrsta stig undir stjórn Ian Jeffs og Andra Ólafssonar í dag, þegar liðið fékk KA í heimsókn í Vestmannaeyjum.

Eins og flestir vita hefur gengi ÍBV ekki verið upp á marga fiska í sumar. KA komst yfir á 18. mínútu og var það Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði. „Elfar Árni býr til þessa sókn og endar hana með marki!" skrifaði Arnar Daði Arnarsson í beinni textalýsingu frá Eyjum.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir KA, en í byrjun seinni hálfleiks jafnaði ÍBV úr vítaspyrnu. Dómarinn frá Norður-Írlandi dæmdi vítaspyrnu eftir að Jonathan Glenn féll í teignum. Á punktinn steig Gary Martin og skoraði hann af öryggi.

Almarr Ormarsson, fyrirliði KA, fékk mjög færi til að koma Akureyringum aftur yfir stuttu eftir markið. Hann lenti einn á móti Halldóri markverði ÍBV, en skaut fram hjá.

KA fékk nokkur færi til að stela sigrinum, en það hægðist á þeim síðustu mínúturnar. Það kom þó ekki í veg fyrir mikla dramatík í uppbótartímanum. KA fékk vítaspyrnu á 94. mínútu, það voru fjórar mínútur í uppbótartíma. Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn, en Halldór Páll Geirsson varði frá honum. Jafntefli niðurstaðan!

ÍBV náði síðast í stig í deildinni þegar liðið vann ÍA 3-2 undir stjórn Pedro Hipolito þann 2. júní. Allir leikirnir undir stjórn Ian Jeffs og Andra Ólafssonar höfðu tapast fyrir leikinn í dag.

ÍBV er á botninum með sex stig. Þetta eru afar slæm úrslit fyrir KA sem er í níunda sæti með 20 stig.

Sjá einnig:
17:00 Grindavík - HK
18:00 FH - Fylkir
19:15 Stjarnan - ÍA
Athugasemdir
banner
banner