sun 18. ágúst 2019 15:13
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kolbeinn tapaði - Gummi í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann góðan 0-2 sigur á Sirius í sænska boltanum í dag.

Gummi spilaði allan leikinn og komu bæði mörk Norrköping í síðari hálfleik. Jafnræði var með liðunum en færanýting gestanna mun betri.

Norrköping er í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Djurgården.

Sirius 0 - 2 Norrköping
0-1 S. Haksabanovic ('67)
0-2 K. Holmberg ('85)

Kolbeinn Sigþórsson lék þá allan leikinn er AIK tapaði óvænt fyrir Kalmar á heimavelli.

Gestirnir komust í 0-2 eftir jafnan fyrri hálfleik og náðu Kolbeinn og félagar ekki að komast til baka eftir leikhlé.

Tarik Elyounoussi minnkaði muninn fyrir ríkjandi meistarana en það nægði ekki til og fyrsta tap AIK í deildinni síðan 25. júní staðreynd.

AIK gat komist á toppinn með sigri en er einu stigi eftir toppliði Djurgården sem stendur, sem á leik til góða.

Sirius og Kalmar eru bæði í fallbaráttunni.

AIK 1 - 2 Kalmar
0-1 A. Jakobsen ('9)
0-2 F. Aliti ('44)
1-2 Tarik Elyounoussi ('51)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner