Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 18. september 2018 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Ekkja Gary Speed opnar sig - „Erfitt að fyrirgefa honum"
Gary Speed lést í nóvember árið 2011. Hann var aðeins 42 ára að aldri.
Gary Speed lést í nóvember árið 2011. Hann var aðeins 42 ára að aldri.
Mynd: Getty Images
Í nóvember verða liðin sjö ár frá því Gary Speed, þáverandi landsliðsþjálfari Wales, svipti sig lífi. Speed átti langan feril sem knattspyrnumaður en eftir ferilinn ákvað hann að fara í þjálfun.

Ekkja Gary Speed, Louise Speed, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um dauða Gary og hversu erfiðir tímar hafa fylgt í kjölfarið.

„Það líður ekki sá dagur sem að ég hugsa ekki um þetta. Þetta var eins og atriði úr hryllings mynd. Ég vildi að það væri til leið til að eyða þessum minningum úr hausnum á mér," segir Louise en þetta kemur fram hjá Mirror.

„Þetta er eitthvað sem er og verður erfitt að fyrirgefa Gary. Við þurfum að halda áfram og vinna úr þessu. Það voru allir að spyrja okkur af hverju hann gerði sér þetta en við höfum engin svör."

Louise segir að daganna áður en eiginmaður hennar lést hafi hegðun hans ekki verið öðruvísi og ekkert hafi bent til þess að þetta væri að fara að gerast. Daginn áður en hann lést var hann gestur í sjónvarpsþættinum Football Focus hjá BBC.

„Hann var svo líkur sjálfum sér. Það gaf ekkert til kynna að þetta væri að fara að gerast."

Smelltu hér til að lesa grein Mirror um málið, en þar kemur fram að Gary Speed hafi verið með sjálfsmorðshugsanir frá táningsaldri.

Ný bók er að koma út sem fjallar um Gary Speed og líf hans.
Athugasemdir
banner
banner