Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 18. september 2018 09:38
Magnús Már Einarsson
Pétur Péturs verður áfram með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson verður áfram þjálfari Vals í Pepsi-deild kvenna á næsta ári en þetta staðfesti hann í samtali við vef Morgunblaðsins í gærkvöldi.

Valur tapaði 4-1 gegn Þór/KA í gær og er í 4. sæti deildarinnar fyrir okaumferðina.

Pétur er að ljúka sínu fyrsta ári sem þjálfari Vals en hann er þrautreyndur þjálfari sem áður þjálfaði meðal annars karlalið KR og Fram auk þess að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari.

„Það er bæði búið að vera frá­bært og mis­jafnt og slæmt. Við get­um sagt að ég viti meira núna en ég vissi í fyrra þegar ég tók við. Ég held svo áfram með liðið,“ sagði Pétur við mbl.is um sumarið.

Hér að neðan má sjá Pétur í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Þór/KA í gær.

Pétur lýsti þar sumrinu hjá Valskonum í nokkrum orðum: „Sól, rigning og þoka að mestu leiti.“
Pétur: Sól, rigning og þoka
Athugasemdir
banner
banner