Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. september 2018 09:25
Magnús Már Einarsson
Roma varð að selja Salah
Powerade
Mohamed Salah kemur við sögu í slúðrinu.
Mohamed Salah kemur við sögu í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Samningaviðræður Sterling ganga illa.
Samningaviðræður Sterling ganga illa.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mættur í hús. Skoðum helsta slúður dagsins.



Samningaviðræður Raheem Sterling (23) og Manchester City hafa siglt í strand. Sterling verður samningslaus árið 2020. (Guardian)

Monchi, yfimaður íþróttamála hjá Roma, segir að félagið hafi neyðst til að selja Mohamed Salah (26) til Liverpool til að standast fjárhagsreglur UEFA. (El Mundo

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur sagt Riyad Mahrez (27) að fylgja fordæmi Bernardo Silva (24) og aðlagast lífinu hjá liðinu. (Express)

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að Jose Mourinho treysti ekki ennþá Marcus Rashford. (Mirror)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, ætlar að hætta störfum og fara til AC Milan þar sem hann fær launahækkun upp á eina milljón punda á ári. (Mail)

Steven Caulker (26), fyrrum varnarmaður Tottenham og Liverpool, er á leið til Arsenal Kiev í Úkraínu. Þjálfari þar er ítalski silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli. (Mirror)

Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, segir að 2-1 tap Tottenham gegn Liverpool hafi verið versta frammistaða liðsins undir stjórn Mauricio Pochettino. (Sun)

John Terry (37) veit ekki ennþá hvað hann ætlar að gera eftir að hafa hafnað Spartak Moskvu. Aston Villa vill fá Terry aftur í sínar raðir. (Birmingham Mail)

Crystal Palace hefur fengið Barry Simmonds til félagsins sem njósnara. Simmonds hefur áður unnið með Roy Hodgson, stjóra Palace, en hann fann meðal annars leikmenn eins og Mousa Dembele, Chris Smalling og Zoltan Gera. (Mail)

Jonjoe Kenny (21) varnarmaður Everton vill að stuðningsmenn og leikmenn sýni stjóranum Marco Silva stuðning eftir erfiða byrjun á tímabilinu. (Liverpool Echo)

Eden Hazard (27) gæti skorað 40 mörk á tímabilinu ef hann myndi spila með Liverpool eða Manchester City að sögn Stuart Pearce. (Talksport)

Chris Hughton, stjóri Brighton, segist ekki vera pirraður yfir því að fá ekki tækifæri hjá stærra félagi. (Argus)
Athugasemdir
banner
banner
banner