Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah enn með umbúðir á öxlinni
Salah meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Salah meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var langbesti leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð og um tíma virtist hann leika sér að því að skora mörk.

Hann hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti Salah að fara meiddur af velli eftir baráttu við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid. Liverpool tapaði leiknum 3-1 án Salah.

Salah meiddist á öxl en náði að taka þátt á HM í júní með Egyptalandi. Salah náði sér ekki á strik í Rússlandi, rétt eins og allt egypska liðið.

Salah á að vera búinn að jafna sig af meiðslunum en þau virðast eitthvað vera að bjaga hann. Hann fór nefnilega úr treyju sinni í kvöld þegar Liverpool sigraði PSG í Meistaradeildinni, 3-2. Þá kom í ljós að Salah er með stóran plástur við öxlina.

Axlarmeiðsli eru erfið viðureignar og hvort þau muni einhver áhrif hafa á Salah í vetur mun koma í ljós síðar meir. Hann hefur verið að spila alla leiki Liverpool í upphafi tímabils.

Hér að neðan má sjá mynd af Salah í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner