fös 18. september 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Jón Guðni á óskalista Brann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er í viðræðum við Brann í Noregi en BT segir frá þessu.

Jón Guðni er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Krasnodar í Rússlandi.

Að sögn BT verður Jón Guðni einn launahæsti leikmaður Brann ef hann semur við félagið.

Fleiri félög á Norðurlöndunum hafa einnig sýnt Jóni Guðna áhuga en hann var öflugur með Norrköping í Svíþjóð áður en Krasnodar keypti hann árið 2018.

Hinn 31 árs gamli Jón Guðni var í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Belgum í Þjóðadeildinni á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner