Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hans síðasta verk sem fótboltamaður var að hjálpa ÍR að komast upp úr 2. deild karla.
„Nú er komið að leiðarlokum, 16 árum eftir að ég byrjaði að spila meistaraflokks fótbolta," segir Ásgeir Börkur.
„Að fá að enda ferilinn með mínum mönnum í ÍR, sérstaklega hvernig tímabilið spilaðist, var gjörsamlega frábært! Hefði ekki getað skrifað það handrit betur."
„Minningarnar, vinirnir og samböndin er það sem stendur upp úr!"
Ásgeir Börkur, sem er 36 ára gamall, átti virkilega flottan fótboltaferil. Hann hóf ferilinn með Fylki og lék þar lengst af. Hann lék einnig með Selfossi, HK og ÍR á ferli sínum.
Þá spilaði hann líka erlendis með Sarpsborg í Noregi og GAIS í Svíþjóð.
Í sumar spilaði hann 21 af 22 leikjum með ÍR er liðið fór upp úr 2. deild.
Athugasemdir