Það eru ekki bara Íslandsmeistarar Breiðabliks sem þurfa að glíma við mikið leikjaálag vegna þátttöku í Evrópukeppni. Það er nóg að gera hjá Færeyjameisturunum í KÍ Klaksvík sem eiga átta leiki á 24 dögum.
Rétt eins og Blikar eru Klaksvíkingar að taka þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrsta sinn. KÍ mætir Slovan Bratislava í Slóvakíu á fimmtudag.
Á föstudaginn vann KÍ 2-1 útisigur gegn HB og liðið á svo aftur leik í kvöld í færeysku deildinni, gegn B68.
Breiðablik fer einnig í gegnum mikið leikjaálag og mun alls leika sjö leiki innan þessa tímaramma, einum leik færri en KÍ.
Leikjaprógramm KÍ fram að næsta landsleikjaglugga:
15.09 HB – KÍ 1-2
18-09 KÍ – B68
21.09 Slovan Bratislava - KÍ
24.09 TB – KÍ
27.09 EB/Streymur – KÍ
01.10 KÍ – ÍF
05.10 KÍ – Lille
08.10 AB – KÍ
Athugasemdir