Alejandro 'Papu' Gómez er enn falur á frjálsri sölu eftir að hafa rift samningi sínum við Sevilla á gluggadegi.
Gomez var í viðræðum við félag í Sádí-Arabíu en náði ekki samkomulagi. Hann hefur svo verið orðaður sterklega við Serie A félagið Monza, en fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að það muni ekki gerast.
Gomez er því enn falur á frjálsri sölu næstum þremur vikum eftir lokadag félagsskiptagluggans en hann er 35 ára gamall og varð heimsmeistari með Argentínu síðasta vetur.
Gomez gerði garðinn frægan sem leikmaður Atalanta áður en hann skipti til Sevilla í janúar 2021. Hann lék 90 leiki fyrir spænska félagið áður en samningnum var rift.
Athugasemdir