Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 18. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Inter í hefndarhug í Manchester
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferðin í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld með sex leikjum.

Tveir leikir hefjast klukkan 16:45. Bologna, sem er að spila í keppninni í fyrsta sinn, mætir Shakhtar Donetsk frá Úkraínu á meðan Sparta Prag og Salzburg eigast við.

Síðustu fjórir leikirnir hefjast klukkan 19:00. Celtic mætir Slovan Bratislava og þá spilar Club Brugge við Borussia Dortmund.

Stórleikur umferðarinnar er leikur Manchester City og Inter, en þessi lið áttust einmitt við í úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá vann Manchester City Meistaradeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Paris Saint-Germain tekur á móti Girona, sem er að spila í fyrsta sinn í keppninni.

Leikir dagsins:
16:45 Bologna - Shakhtar D
16:45 Sparta Prag - Salzburg
19:00 Celtic - Slovan
19:00 Club Brugge - Dortmund
19:00 Man City - Inter
19:00 PSG - Girona
Athugasemdir
banner
banner
banner