Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emre Can sagður renna hýru auga til Man Utd
Mynd: Getty Images
Emre Can íhugar að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og að ganga í raðir Manchester United.

Ítalski fjölmiðillinn Tuttosport heldur þessu fram.

Hinn 25 ára gamli Can yfirgaf Liverpool á frjálsri sölu fyrir síðustu leiktíð og samdi hann þá við Ítalíumeistara Juventus. Hann hefur ekki verið sáttur með hlutverk sitt hjá Juventus á þessari leiktíð.

„Á síðasta tímabili spilaði ég mikið, sérstaklega í mikilvægum leikjum. Ég spilaði líka vel. Ég hef ekki fengið tækifæri á þessu tímabili," sagði Can, en hann vonast til þess að fá tækifæri í komandi leikjum.

Ef hann fær það ekki, þá gæti hann reynt að koma sér frá Ítalíumeisturunum og aftur til Englands. Á Englandi er United sagt vera félagið sem honum langar til, en Man Utd þarf klárlega að styrkja miðsvæðið hjá sér.

Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mætir Bologna á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner