Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mignolet með kórónuveiruna - Var á Íslandi í síðustu viku
Simon Mignolet.
Simon Mignolet.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet hefur verið greindur með kórónuveiruna.

„Því miður greindist ég með Covid-19 í gærmorgun. Eftir að hafa fengið niðurstöðuna í morgun þá er ég og fjölskylda mín komin í einangrun. Ekkert okkar hefur sýnt einkenni veirunnar," skrifaði Mignolet á Twitter.

Mignolet var á Íslandi í síðustu viku en hann spilaði með belgíska landsliðinu á Laugardalsvelli á miðvikudag. Belgía vann leikinn, sem var í Þjóðadeildinni, 2-1.

Landslið fara í eins konar búbblu þegar þau eru að spila og eru ekki tengslum við neinn utan landsliðshópsins, en þrátt fyrir þær reglur sem eru í gildi hafa komið upp smit innan landsliðshópa. Það koma smit upp hjá starfsmanni íslenska landsliðsins í síðustu viku og þurfti allt starfsteymi Íslands að fara í sóttkví.

Ekki er vitað til þess hvort að Mignolet hafi smitast í landsliðsverkefninu eða ekki.

Mignolet er 32 ára gamall og er á mála hjá Club Brugge í heimalandi sínu. Hann var áður á mála hjá Liverpool og Sunderland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner