Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 18. október 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona gæti verið án lykilmanna gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
Stærsti leikur ársins í spænsku úrvalsdeildinni er um næstu helgi. Barcelona fær Real Madrid í heimsókn á sunnudaginn.

Ronald Koeman hefur verið mikið gagnrýndur á þessari leiktíð og talinn vera í mjög heitu sæti. Liðið vann um helgina og situr í 7. sæti.

Liðið verður mögulega án lykilmanna um næstu helgi. Ousmane Dembele hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna meiðsla en hann er nýbyrjaður að æfa.

Miðvörðurinn Ronald Araujo meiddist á læri í landsleikjahléinu með Úrugvæ og undrabarnið Pedri er einnig að kljást við meiðsli á læri.

Þremenningarnir missa af öllum líkindum af viðureign liðsins gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner