Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. október 2021 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Arsenal og Crystal Palace: Enginn Zaha - Pepe byrjar
Mynd: EPA
Arsenal fær Crystal Palace í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Patrick Vieira stjóri Palace stýrir liðinu í fyrsta sinn gegn sínum gömlu félögum.

Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Brighton fyrir landsleikjahléið. Arteta gerir eina breytingu frá þeim leik en Nicolas Pepe kemur inn fyrir Sambi Lokonga.

Crystal Palace gerði einnig jafntefli fyrir landsleikjahléið, 2-2 gegn Leicester. Liðið er án Wilfried Zaha í dag en það er mikið áfall þar sem hann er mjög mikilvægur liðinu.

Christian Benteke er með Edouard í fremstu víglínu.

Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Gabriel, White, Tierney, Partey, Odegaard, Saka, Smith Rowe, Pepe, Aubameyang.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Andersen, Guehi, Mitchell, Gallagher, Milivojevic, McArthur, Ayew, Edouard, Benteke.
Athugasemdir
banner
banner