Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. október 2021 17:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Englandi refsað fyrir hegðun stuðningsmanna á úrslitaleik EM
Mynd: EPA
Enska knattspyrnusambandinu hefur verið refsað fyrir hegðun stuðningsmanna enska landsliðsins í aðdraganda úrslitaleiks EM í sumar.

Ítalía sigraði England í úrslitaleiknum sem fram fór á Wembley. Stuðningsmenn enska landsliðsins ruddu sér leið inná völlinn miðalausir og slógust.

Knattspyrnusambandið fær 100 þúsund evrur í sekt og landsliðið mun spila fyrir luktum dyrum í næsta leik í Þjóðadeildinni, bannið gæti verið framlengt um einn leik til viðbótar.

Stuðningsmennirnir bauluðu einnig þegar þjóðsöngur Ítalíu var spilaður. Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni en Saka, Sancho og Rashford urðu fyrir kynþáttafordómum fyrir að klúðra vítaspyrnu.

Sjá einnig:
Vesen fyrir utan Wembley
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner