Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. október 2021 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefði þurft að vera ansi hjartalaus til að sleppa honum"
Sölvi Geir lauk ferlinum sem bæði Íslands- og bikarmeistari.
Sölvi Geir lauk ferlinum sem bæði Íslands- og bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Uppstilling Víkings gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag vakti athygli. Sölvi Geir Ottesen lék í stöðu hægri bakvarðar og Karl Friðleifur Gunnarsson, aðal hægri bakvörður liðsins í sumar, var á bekknum. Þeir Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson spiluðu í miðverðinum.

Leikurinn var lokaleikur Sölva og Kára á farsælum ferli. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður í viðtali hvort það hefði verið erfið ákvörðun að stilla liðinu upp á þennan hátt.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Nei, þetta er lokaleikur hjá Sölva og ég hefði þurft að vera ansi hjartalaus til að sleppa honum," sagði Arnar. Íhugaðiru þriggja hafsenta kerfi?

„Við erum búnir að vera það þéttir í fjögurra manna varnarlínu frá því að sigurgangan hófst og það má ekki reyna vera of sniðugur. Liðið okkar virkar betur í fjögurra manna vörn, það er meira flæði í sóknarleiknum, við spilum með þriggja manna vörn þegar við erum með boltann."

„Þannig þetta hentaði mjög vel og Sölvi er það góður í fótbolta að þetta skiptir hann engu máli. Hann er það varnarsinnaður hægri bakvörður, er ekki að fara upp og niður kantinn, þannig það hentar okkur mjög vel. Leiðinlegt fyrir Kalla sem er búinn að vera frábær í þessu fyrir okkur í sumar en svona er þetta,"
sagði Arnar.

Viðalið í heild má sjá hér að neðan.
Sölvi Geir eftir síðasta leikinn: Getur ekki skrifað þetta betur
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner