Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. október 2021 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með metnað fyrir því að fara erlendis „en það er fullt eftir að gera"
Íslands- og bikarmeistari.
Íslands- og bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson hefur gert magnaða hluti sem þjálfari Víkings. Hann hefur stýrt liðinu frá 2019, en þar áður var hann aðstoðarþjálfari í Fossvoginum.

Arnar hefur sannað sig sem einn besti þjálfari Íslands; hann er búinn að gera Víking að Íslands- og bikarmeisturum. Hann er búinn að stýra liðinu til sigurs í Mjólkurbikarnum tvisvar og á tímabilinu sem var að klárast vann liðið tvöfalt.

Eftir sigurinn á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Arnar spurður að því hvort hann hefði ekki áhuga á því að fara erlendis að þjálfa.

„Maður hefur auðvitað mikinn metnað. Ég er samt rosa slakur núna einhvern veginn," sagði Arnar.

„Mér líður vel í Víkinni og það er fullt eftir að gera. Það er erfitt að verja titil og svo er Evrópukeppni á næsta ári. Maður vill sjá til þess að félagið sé í toppmálum fyrir næstu tímabil. Auðvitað hef ég metnað til að fara erlendis en ég er alveg silkislakur yfir því eins og staðan er í dag."

Arnar fékk svipaða spurningu frá Stöð 2 Sport og sagði hann þá: „Mig langar að vera hérna áfram. Ég á margt eftir ólært. Ég elska þetta félag og þeir eru búnir að sína mér þvílíkt traust. Mig langar að launa þeim það til baka. Ég stefni á að fara erlendis en það liggur ekki á."
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Athugasemdir
banner
banner
banner