Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. október 2021 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville: Við vorum ósanngjörn við Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal tekur á móti Crystal Palace í kvöld. Gary Neville sérfræðingur hjá Sky Sports segir að umfjöllunin um Arsenal hafi verið ósanngjörn.

Liðið er í 13. sæti deildarinnar en margir telja að Mikel Arteta stjóri liðsins sé ekki rétti maðurinn til að koma liðinu í toppbaráttuna aftur.

Neville segir að liðið hafi byrjað á erfiðu leikjaprógrammi en sé á réttir leið núna en liðið er ósigrað í fjórum leikjum í röð í deildinni.

„Ég held að við höfum dæmt Arsenal of snemma og vorum klárlega ósanngjörn við þá. Þeir áttu erfitt prógram í byrjun tímabilsins gegn Brentford, Chelsea og Manchester City þegar liðið var vængbrotið. Þeir eru í góðu jafnvægi núna, ef þetta heldur svona áfram og þeir verða heppnir með meiðsli munu þeir vinna fótboltaleiki," sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner