Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. október 2021 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar gæti fengið tækifæri eftir að flugeldur sprakk við hlið Romo
Rúnar Alex leikur með Leuven.
Rúnar Alex leikur með Leuven.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum þegar Leuven kom til baka gegn Standard Liege í belgísku úrvalsdeildinni síðasta laugardag.

Rúnar Alex bíður enn eftir fyrsta leik sínum með Leuven í Belgíu. Hann er þar á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Leuven kom til baka með tveimur mörkum í uppbótartíma; mögnuð endurkoma hjá þeim.

Stuðningsmenn Standard voru brjálaðar og var flugeldum hent inn á völlinn í uppbótartímanum. Það sprakk einn flugeldurinn við hliðina á markverði Leuven, Rafael Romo.

Hann heyrði ekki með hægra eyranu í kjölfarið og í gær var heyrnin ekki enn komin til baka. Hann mun gangast undir rannsóknir í dag og vonandi verða niðurstöðurnar jákvæðar.

Það má búast við því að Standard fái harða refsingu fyrir þetta. Bruno Venanzi, stjórnarformaður Standard, fór inn í klefa hjá Leuven eftir leik og baðst afsökunar.

Rúnar Alex gæti spilað næsta leik - gegn Sint-Truiden - ef Romo verður ekki búinn að jafna sig.


Athugasemdir
banner
banner