Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 18. október 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sólveig gerir nýjan samning við Val
Sólveig í leik með Val í sumar.
Sólveig í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur heldur áfram að framlengja við leikmenn sem hjálpuðu liðinu að verða Íslandsmeistari síðasta sumar.

Hlíðarendafélagið hefur núna gert nýjan samning við Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Hún skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Val.

Sólveig er 21 árs gömul og leikur framarlega á vellinum. Hún gekk til liðs við Val fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað með Fylki í fyrra. Sólveig hóf sinn feril með Breiðabliki. Hún hefur einnig leikið með Augnabliki og HK/Víkingi á sínum ferli.

Hún lék 19 leiki síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk.

„Við hlökkum til að fylgjast með þessum öfluga kantmanni vaxa á Hlíðarenda," segir í tilkynningu Val sem hefur einnig endursamið við leikmenn á borð við Söndru Sigurðardóttur, Láru Kristíni Pedersen og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttir eftir að síðasta tímabili lauk.
Athugasemdir
banner
banner
banner