Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 18. október 2021 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tilfinningaþrungin stund fyrir Vieira
Mynd: Getty Images
Leikur Arsenal og Crystal Palace er nýhafinn. Patrick Vieira stjóri Palace er fyrrum leikmaður Arsenal en hann var spurður í viðtali við Sky Sports hvernig væri að vera kominn aftur á heimavöll Arsenal.

„Ég var hérna í 9 ár, það er tilfinningaþrungið að koma aftur en ég er að þjálfa lið og við einbeittum okkur að því að finna út hvernig við getum sýnt góða frammistöðu til að vinna," sagði Vieira.

Vieira er elskaður af stuðningsmönnum Arsenal enda var hann hluti af frábæru liði sem fór m.a. taplaust í gegnum deildina tímabilið 2003-04. Hann var spurður að því hvernig hann myndi höndla það.

„Maður tekur ekki þessi 9 ár sem ég varði hér í burtu. Ég var hluti af mjög góðri kynslóð leikmanna. Ég yrði mjög ánægður með að fá góðar móttökur en þetta snýst um leikinn og að við sýnum góða frammistöðu og reynum að vinna leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner