Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 18. október 2021 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tvö mörk í tveimur leikjum hjá Alex Þór - Hákon hélt hreinu aftur
Sveinn Aron og Alex Þór
Sveinn Aron og Alex Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar voru í eldlínunni í evrópu í dag.

Í næst efstu deild í Svíþjóð vann Östers 3-2 sigur á Vasalunds. Alex Þór Hauksson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti utan teigs. Hann skoraði einnig í síðustu umferð í 2-2 jafntefli gegn Brage.

Í efstu deild vann Hacken stórsigur gegn Norrköping 5-0. Óskar Sverrisson kom inná sem varamaður í liði Hacken en Valgeir Lunddal sat allan tíman á varamannabekknum. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Norrköping.

Hákon Rafn Valdimarsson hélt hreinu í öðrum leik sínum í röð fyrir Elfsborg. Leikurinn endaði 3-0 en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná sem varamaður undir lok leiksins.

AGF vann 1-0 sigur á Álaborg í næst efstu deild í Dannmörku. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF. Hann skoraði mark á 65. mínútu en það var dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins.

Elías Már Ómarsson kom inná sem varamaður þegar hálftími var eftir í 2-0 tapi Nimes gegn Ajeccio í næst efstu deild í Frakklandi.

Markið hans Alex má sjá hér að neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner