Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. október 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útnefndu Dier og Reguilon sem bestu menn vallarins
Reguilon ræðir við dómarann, Andre Marriner.
Reguilon ræðir við dómarann, Andre Marriner.
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað óhugnarlegur atburður í stúkunni á St. James' Park í Newcastle í gær, á meðan heimamenn spiluðu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Undir lok fyrri hálfleiksins benti Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, upp í stúku. Hann sá eitthvað. Hann benti dómaranum Andre Marriner á það sem var að gerast.

Marriner stoppaði leikinn og dró leikmenn til hliðar. Eric Dier, liðsfélagi Reguilon, sá einnig hvað var að gerast. Hann hljóp í átt að varamannabekkjunum og sagði mönnum að drífa sig. Í kjölfarið hljóp maður með hjartastuðtæki yfir völlinn.

Stuðningsmaður hneig niður í stúkunni. Sem betur fer fór allt vel; stuðningsmaðurinn komst aftur til meðvitunar og er líðan hans núna stöðug.

Eftir leik var atvikið til umræðu hjá Sky Sports. Var Reguilon og Dier þakkað fyrir viðbrögð sín, og voru þeir báðir útnefndir sem bestu menn vallarins. Þeirra viðbrögð björguðu mögulega mannslífi.


Athugasemdir
banner
banner