Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. október 2021 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vieira: Það sýður á mér
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira stjóri Crystal Palace mætti með liðið sitt á Emirates heimavöll Arsenal í fyrsta sinn.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en það stefndi í sigur Palace en Alexandre Lacazette jafnaði metin með síðustu spyrnu leiksins.

Vieira er goðsögn hjá Arsenal en hann lék með liðinu frá árunum 1996-2005. Hann var mjög svekktur er hann spjallaði við Sky Sports eftir leikinn í kvöld.

„Ég er rólegur, það er ímyndin sem þú vilt sýna leikmönnum, innra með mér að þá sýður á mér. Svona er ég bara."

Gary Neville spurði hann hvernig leikmenn brugðust við inn í klefa eftir leikinn.

„Þeir voru mjög svekktir af því við köstuðum frá okkur tveimur stigum. Þegar maður kemur á stað eins og þennan og spilum svona vel sérstaklega í síðari hálfleik, 1-0 undir og komast til baka en fá á sig mark með síðustu spyrnunni er erfitt að sætta sig við það," sagði Vieira.

„Ég er ánægður með viðbrögðin í klefanum, þeir eru ekki ánægðir, sætta sig ekki við stigið. Þessir leikir gera okkur sterkari. Þessi frammistaða leyfir mér sem þjálfari að ætlast til meiru af leikmönnunum."
Athugasemdir
banner
banner