Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. nóvember 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
BBC með kosningu á besta afríska leikmanni ársins - Tveir frá Liverpool
Salah er tilnefndur.
Salah er tilnefndur.
Mynd: Getty Images
Partey í baráttu við Birki Bjarna á Laugardalsvelli.
Partey í baráttu við Birki Bjarna á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikmenn eru tilnefndir sem besti afríski leikmaður ársins 2018 hjá BBC.

Tilnefndir eru:
Kalidou Koulibaly (Senegal, Napoli)
Sadio Mané (Senegal, Liverpool)
Medhi Benatia (Morocco, Juventus)
Mohammed Salah (Egyptaland, Liverpool)
Thomas Partey (Ghana, Atletico Madrid)

Hér að neðan má sjá umsagnir um alla þá sem tilnefndir eru hjá BBC.

Medhi Benatia - vann sinn fjórða deildarmeistaratitil á árinu, tveir með Juventus og tveir með Bayern. Var fyrirliði Morocco á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Kalidou Koulibaly - Var í liði sem veitti Juventus harða keppni um deildarmeistaratitilinn í vor. Hefur spilað frábærlega í deildinni. Spilaði allar 270 mínúturnar fyrir Senegal á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Sadio Mané - Spilaði alla leiki Senegal á Heimsmeistaramótinu í sumar. Var fyrirliði í tveimur leikjum og skoraði gegn Japan. Hann var næst markahæsti leikmaður meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð með 10 mörk. Skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Thomas Partey - Orðinn lykilmaður í liði Atletico Madrid og kom spilaði í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í sigri á Marseille. Skoraði fyrir Ghana í æfingaleikjum gegn Japan og Íslandi.

Mohammed Salah - Var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 32 mörk. Skoraði 10 mörk í Meistaradeildinni, jafn mörg og Mané. Hann skoraði tvö mörk fyrir Egypta á HM í sumar eða 40% marka liðsins í allri keppninni.

Hægt er að taka þátt í kosningunni með því að smella hér.

Athugasemdir
banner
banner