Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. nóvember 2018 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Ferdinand segir Lovren ekki eiga efni á þessari hegðun
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand fyrrum leikmaður Manchester United starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi í Bretlandi.

Dejan Lovren sýndi af sér athyglisverða hegðun eftir sigur Króatíu á Spánverjum á föstudagskvöldið.

Hann talaði um á Instagram-reikning sínum eftir leikinn að hann hafi náð að gefa Sergio Ramos olnbogaskot í leiknum. Hann kallaði einnig leikmenn spænska landsliðsins aumingja.

Rio Ferdinand tjáði sig um atvikið í sjónvarpi og virðist hans afstaða vera nokkuð skýr.

„Með fullri virðingu fyrir Dejan Lovren þá skil ég þessa hegðun ekki. Sergio Ramos hefur unnið svo miklu meira en Lovren að Lovren á ekki efni á þessari hegðun"

Alþjóðaknattspyrnusambandið gæti nú rannsakað málið frekar en til eru dæmi um það að menn hafi verið dæmdir í bann eftir að hafa viðurkennt gjörðir sínar og ætla að meiða andstæðinginn.

Sjá einnig:
Lovren með læti á Instagram - Ánægður með olnbogaskot í Ramos


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner