Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. nóvember 2018 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Guðjón Pétur: Ég pæli ekki í því hvað Hjörvar Hafliða segir
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur gekk til lið við KA á dögunum og segist hann vera mjög spenntur fyrir því að hefja nýtt ævintýri með KA. Hann var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær og spjallaði hann þar við Tómas Þór um lífið og tilveruna.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.

Guðjón gekk í gegnum erfitt tímabil með Val í sumar þar sem að hann fékk ekki þau tækifæri sem hann átti skilið, að hans sögn.

„KA hefur reynt að fá mig 2-3x, ósjaldan hefur Sævar formaður KA heyrt í kallinum. Túfa hefur lagt mikla áherslu á að fá mig síðustu árin og þeir sannfærðu mig bara hægt og rólega að þetta gæti verið gott move."

„Mér fannst þetta spennandi núna eftir að ég heyrði í Óla Stefáni. Ég flaug norður klukkan eitt, Óli ætlaði að reyna að sannfæra mig, síðan átti ég flug heim 5:30 og þá var ég búin að skrifa undir."

Guðjón segist spenntur fyrir tímanum sem er framundan á Akureyri.

„Ég er bara ógeðslega spenntur. Mér líst ógeðslega vel á þetta. Það er rosalega mikill hugur í mönnum þarna og hefur verið undanfarin ár, ég held að það sé hægt að gera skemmtilega hluti þarna"

Guðjón er byrjaður að hlaupa og tók meðal annars hlaupatest á dögunum.

„Það er nú oft talað um að maður sé ekki í standi," sagði Guðjón léttur í bragði.

„Ég pirra mig ekki á því þegar fólk segir að ég sé ekki íþróttamaður. Það pirrar fjölskyldumeðlimi og fólk sem veit hversu mikið ég legg á mig. Ég er ekkert að pæla í því sem að Hjörvar Hafliða segir, það er ekki flóknara en það."

„Hann er enginn íþróttamaður," sagði Guðjón hlæjandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner