banner
   sun 18. nóvember 2018 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Man Utd skoðar það að ráða Patrice Evra
Mynd: Getty Images
Patrice Evra lék með Manchester United á árunum 2006-2014. Nú gæti hann verið að snúa aftur til félagsins sem sendiherra.

Evra lék með West Ham á síðustu leiktíð en hann lék aðeins fimm leiki fyrir West Ham og spurning hvort fótboltaferli hans sé lokið, hann hefur þó ekkert gefið út um það.

Evra hefur mætt á alla heimaleiki Manchester United á tímabilinu og setið á svipuðum slóðum og Ed Woodward, stjórformaður félagsins. Evra er einnig sagður hafa aðgang að búningsklefa United í hálfleik en Jose Mourinho gaf grænt ljós á það.

Manchester United skoðar það nú að ráða yfirmann knattspyrnumála næsta sumar en Evra er þó ekki hugsaður þá stöðu.

Hann gæti verið ráðinn sem sendiherra fyrir félagið en það hlutverk felur í sér mismunandi verkefni. Sem dæmi má nefna að hitta stuðningsmenn félagsins út um allan heim sem og að koma fram fyrir hönd félagsins á hinum ýmsu viðburðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner