Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 18. nóvember 2018 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Pogba vann kapphlaup við skjaldböku
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er ekki í franska landsliðshópnum vegna meiðsla og skellti hann sér því til Dúbaí í frí í landsleikjahléinu.

Pogba, leikmaður Manchester United, snæddi með Lionel Messi, einum besta fótboltamanni sögunnar, í Dúbaí en hann kíkti líka í dýragarð.

Í dýragarðinum ákvað Pogba að búa til gott grín fyrir Instagram-reikning sinn.

Pogba er þekktur fyrir sitt hæga vítaspyrnuaðhlaup, það hefur verið mikið gert grín að því. Pogba er ekki hræddur við að gera grín að sjálfum sér en hann keppti í kapphlaupi við skjaldböku í dýragarðinum. „Ég er ekki svona hægur," skrifaði Pogba.

Hér að neðan má sjá vítaspyrnuaðhlaup Pogba gegn skjaldböku.


Athugasemdir
banner
banner
banner