Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. nóvember 2018 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Pochettino staddur á Spáni í landsleikjahléinu
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham eyðir nú landsleikjahléinu í Barcelona á Spáni en flestir hans leikmenn hjá Tottenham eru nú í landsliðsverkefnum.

Pochettino var sterklega orðaður við þjálfarastöðu Real Madrid á dögunum en á endanum var Santiago Solari, bráðarbirgðarstjóri Real ráðinn út tímabilið.

Pochettino var ekkert að fela það fyrir fjölmiðlum að hann sé á Spáni og gat útskýrt heimsókn sína.

„Þar sem að flestir mínir leikmenn eru í landsliðsverkefnum þá er ég hér með Jesus Perez og Toni Jimenez. Við erum að fara á ráðstefnu í Barcelona þar sem við erum að fara að ræða enska knattspyrnu við spænska knattspyrnusambandið."

Jesus Perez og Toni Jimenez eru báðir í þjálfarateymi Pochettino hjá Tottenham.

„Ég lít á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur og tala við þessa spænsku þjálfara og deila reynslusögum hvor annara."
Athugasemdir
banner
banner
banner