Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Þjóðadeildin í dag - Belgum nægir jafntefli til að vinna riðilinn
Belgía mætir Sviss
Belgía mætir Sviss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England mætir Króatíu
England mætir Króatíu
Mynd: Getty Images
Sjö leikir verða spilaðir í Þjóðadeildinni í dag en riðlakeppninni fer nú senn að ljúka. Tveir leikir í A-deildinni verða leiknir í dag, England tekur á móti Króatíu og Sviss fær Belga í heimsókn í riðli Íslands.

England og Króatía mætast í mikilvægum en þetta er leikur sem gæti skorið úr um það hvort liðið vinnur riðil þeirra og hvaða lið fellur. Fyrir leikinn er Spánn með sex stig, en Króatía og England bæði með fjögur stig.

Ef annað liðið vinnur leikinn, þá vinnur það sama lið riðilinn og fer í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið sem tapar fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Ef leikurinn endar í jafntefli þá fer Króatía niður í B-deild á markatölu og England endar í öðru sæti. Spánn vinnur þá riðilinn.

Belgar eru í góðri stöðu en þeim dugar jafntefli gegn Sviss til þess að vinna riðilinn. Sá leikur hefst 19:45.

Einnig er leikið í B, C og D deild en leiki dagsins má sjá hér að neðan.

A-deild:
14:00 England - Króatía (Riðill 4) Stöð 2 Sport
19:45 Sviss - Belgía (Riðill 2) Stöð 2 Sport

B-deild:
17:00 Norður Írland - Austurríki (Riðill 3) Stöð 2 Sport

C-deild:
19:45 Grikkland - Eistland (Riðill 2)
19:45 Ungverjaland - Finnland (Riðill 2)

D-deild:
17:00 Moldóva - Lúxemborg (Riðill 2)
17:00 San Marino - Hvíta-Rússland (Riðill 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner