Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 18. nóvember 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Undanúrslit og úrslit Þjóðadeildarinnar í Portúgal
Mynd: Getty Images
Undanúrslitaleikir og úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar verða spilaðir í Portúgal næsta sumar. Þetta var staðfest í gærkvöldi.

Öll þau fjögur lið sem vinna sína riðla í A-deildinni mætast í svokallaðri "Final 4" viku. Undanúrslitaleikirnir verða leiknir 5. og 6. júní og úrslitaleikurinn sjálfur þann 9.júní.

Portúgal varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Ítalíu á San Siro leikvanginum.

Í dag geta Belgía og England bæst í hópinn en Englendingar þurfa að vinna Króata.

Belgía og Sviss mætast í kvöld en Belgum dugir jafntefli til þess að vinna riðilinn.

Ronaldo var ekki valinn í leikmannahóp Portúgals í þetta skiptið en búist er við honum í heimalandinu næsta sumar. Ekki er búið að gefa út á hvaða völlum leikið verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner