Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane fyrsti Englendingurinn til að skora í hverjum leik
Mynd: Getty Images
Harry Kane varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins til að skora í öllum leikjum í sömu undankeppni.

England lagði Kósovó að velli og skoraði Kane annað mark leiksins á 79. mínútu. Hann gerði í heildina 12 mörk í 8 leikjum í undankeppninni - gegn Tékklandi, Búlgaríu og Svartfjallalandi auk Kósovó.

Kane er aðeins 26 ára gamall en er á góðri leið með að bæta markamet enska landsliðsins. Hann er sem stendur í sjötta sæti, með 32 mörk í 45 leikjum.

Wayne Rooney er markahæstur í sögu landsliðsins, með 53 mörk í 120 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner