Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alonso vonast til að halda Hudson-Odoi út tímabilið
Mynd: EPA

Xabi Alonso, nýr þjálfari Bayer Leverkusen, segist vonast til að halda Callum Hudson-Odoi hjá félaginu út tímabilið.


Hudson-Odoi er hjá Leverkusen á lánssamningi frá Chelsea og hefur verið að gera flotta hluti frá því að Alonso tók við. Chelsea hefur möguleika á að endurkalla Hudson-Odoi úr láni í janúar en Alonso segist hafa fulla trú á að Leverkusen fái að halda honum.

„Ég vil halda honum hérna, ég er viss um að þeir leyfi okkur að halda honum út tímabilið. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagði Alonso.

Hudson-Odoi er 22 ára gamall og hafnaði á dögunum landsliðskalli frá Gana til að spila með þjóðinni á HM. Hann hefur ekki gefið upp drauminn um að spila með enska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner